Berglind Ósk er fædd 7. júlí 1993.
Hún lauk BA-prófi í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri 2016 og M.L.-prófi frá sama skóla 2018.
Berglind Ósk starfar sem lögfræðingur á rektorsskrifstofu hjá Háskólanum á Akureyri og er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
Hún er formaður stjórnar Fallorku, raforkuframleiðslu- og raforkusölufyrirtæki og situr í stjórn Akureyrarstofu.
Berglind Ósk situr í stjórn Landssambands Sjálfstæðiskvenna og Sambandi ungra Sjálfstæðismanna. Auk þess er hún í stjórn Sjálfstæðisfélagsins á Akureyri og stjórn ungra Sjálfstæðismanna á Akureyri.
Hún á eina dóttur, Emilíu Margrét 5 ára, og maka, Daníel Matthíasson.
Berglind Ósk brennur fyrir því að gera samfélagið betra fyrir alla. Hún vill virkja fleiri til góðra verka og hvetur ungt fólk til að láta í sér heyra.